Af þumburum og hrokagikkjum

Skýst stundum inná vef SÁÁ til að fylgjast með umræðunni.  Í gegnum tíðina hafa fjölmargir komið þar við en verið jafnharðan hraktir burt af varðhundum eigendanna þ.e. sjálfskipuðum gæslumönnum ríkjandi ástands hjá SÁÁ.  Nýjasta dæmið eru samskipti Davíðs Arnar sem bloggaði um spilatekjur SÁÁ þ.e. hagnaður SÁÁ af spilafíkn (sem leitt hefur þó nokkurn fjölda langgenginna spilafíkla til dauða á undanförnum árum).  Af einhverri rælni fór Davíð með niðurstöður könnunar sem var á bloggsíðu hans: http://davidorn.blog.is/blog/davidorn/entry/390259/ inná vef SÁÁ: http://saa.is/default.asp?sid_id=9792&tre_rod=001|002|002|&tid=8&vef_id=172&UMR_ID=18240&Thradur=18240&Leitarstrengur=&fl=168  Það var ekki að sökum að spyrja að núverandi aðal-varðhundur spjallsins (hinn, Hörður Svavarsson hefur ekkert sést á spjallinu síðan fyrir jól) þeyttist fram á ritvöllinn að vanda með útúrsnúninga, rangfærslur og ásakanir í garða Davíðs.  Það var athyglisvert að fylgjast með þessum samskiptum þar sem venjulegur maður úti í bæ er tekinn og afskræmdur á alla vegu og gerður tortryggilegur fyrir það eitt að efast um siðgæði þeirra sem hagnast á eymd annarra og birtir niðurstöður óformlegrar könnunar (að mig minnir 52 þátttakendur) þar sem kemur fram að yfir 80% þeirra sem svöruðu töldu að SÁÁ myndi ekki víla fyrir sér að þiggja 100 miljónir af víninnflytjendum.  Hvað um það þá kvíslaði að mér lítill fugl að Arnór væri nú  bara lítill geltandi hvolpur í samanburði við eigendurna sjálfa Þórarinn Tyrfingsson og Hjalta Björnsson.  Það væri gaman að frétta af því hvor aðrir kannist við  þessar aðfarir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem einn af fyrrverandi starfsmönnum SÁÁ get ég staðfest að mikið andlegt ofbeldi hefur viðgengist í gegnum tíðina einkum og sér í lagi á Vogi og saa.is  Ég efast jafnframt um að nokkur vilji koma fram undir nafni og tala hreint út um þessi mál.

Fyrrverandi (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

jóhannes Krog

Höfundur

Jóhannes Krog
Jóhannes Krog

Hvorki lífs eða liðinn, vakinn eða sofinn. 

Var, er og verða mun óræður á annað borð.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • peking2008
  • ...878d8f453_s

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband